Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 15.umferð fari í Olís deild karla. Þór – ÍBV (Sunnudagur 15:00) / Sigurvegari: ÍBV Þór sýndi flotta frammistöðu gegn Val í síðustu umferð meðan ÍBV missti FH fram úr sér á síðustu 10 mínútum leiksins. Þórsarar verða að vinna þennan leik ef þeir ætla ekki að festast í kjallaranum en því miður fyrir þá fer ÍBV norður og vinnur. Selfoss – Valur (Mánudagur 18:30) / Sigurvegari: Valur Selfyssingar áttu sinn lélegasta leik gegn Fram síðasta fimmtudag meðan Valsmenn voru í basli með að hrista Þórsara af sér. Valur mun fara austur fyrur fjall og vinna þægilegan sigur á Selfyssingum. Coolbet býður upp á 5 marka sigur Vals sem ég tel vera vel boðið. FH – Stjarnan (Mánudagur 18:45) / Sigurvegari: FH Leikir þessara liða undanfarin ár hafa verið algjörir naglbítar. Sama hvernig gengi liðanna hefur verið leitast þessar viðureignir alltaf í spennu og dramatík. Stjarnan vann óvænt í fyrri umferðinni en FH-ingar munu hefna fyrir það í þessum leik. KA – HK (Mánudagur 19:00) / Sigurvegari: KA Búið að vera smá basl á KA undanfarið og þeir þurfa þennan „get right“ leik. Þetta gæti akkúrat verið sá leikur því HK koma þægilegir inn í þennan leik eftir sigur á Stjörnunni. KA mun endurheimta vígið fyrir norðan og vinna þetta. Coolbet býður 1.65 í KA sigur sem ég tek. Afturelding – ÍR (Mánudagur 19:15) / Sigurvegari: Afturelding Tvö lið á mjög ólíkum stað í deildinni. Afturelding verið frábærir í allan vetur meðan brekkan hjá ÍR verður bara brattari með hverjum leiknum. Æsispennandi fyrri leikur þessara liða sem Afturelding vann með marki á síðustu sekúndu leiksins. Þetta verður spennuleikur sem Afturelding hefur í restina eins og í fyrri umferðinni. Haukar– Fram (Mánudagur 19.30) / Sigurvegari: Haukar Stórleikur umferðinnar á Ásvöllum. Haukar á toppi deildinnar meðan Fram hefur unnið tvo góða sigra í röð í deildinni gegn nýliðunum. Bæði lið á leið í bikarleiki síðar í vikunni og vilja fara með sigur á bakinu inn í þau einvígi. Haukar nýta heimavöllinn og sigra þennan leik. 14.umferð (3 réttir)
13.umferð (4 réttir)
12.umferð (4 réttir)
11.umferð (4 réttir)
10.umferð (5 réttir)
9.umferð (4 réttir)
8.umferð (5 réttir)
7.umferð (3 réttir)
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.