Arnór Þór kominn í undanúrslit – Ómar Ingi markahæstur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon (Andreas Gora / AFP)

Þrír síðustu leikirnir í 8-liða úrslitum þýska bikarsins fóru fram í kvöld en í gær tryggði Lemgo sér áfram í undanúrslitin með sigri á Leipzig.

Í kvöld fóru fram þrír mjög áhugaverðir leikir. Arnór Þór Gunnarsson og lærisveinar hans í Bergischer unnu Melsungen sannfærandi með sjö mörkum 30-23. Fuchse Berlín hafði betur gegn Kiel 32-30 og Magdeburg vann sex marka sigur á Flensburg 35-29.

Þar með er ljóst hvaða fjögur lið leika í Final4 í þýska bikarnum.

Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað í liði Melsungen í leiknum í kvöld gegn Bergischer. Mathias Gidsel var markahæstur leikmanna Fuchse Berlín í sigrinum gegn Kiel með níu mörk en Lukas Zerbe skoraði tíu mörk fyrir Kiel.

Í sgri Magdeburg var landsliðsfyrirliðinn, Ómar Ingi Magnússon markahæstur með tíu mörk. Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu eitt mark hvor en Gísli Þorgeir gaf fimm stoðsendingar og Ómar Ingi gaf fjórar stoðsendingar. Felix Claar var næst markahæstur með sjö mörk en Marko Grgic var markahæstur í liði Flensburg með sjö mörk.

Úrslitin í 8-liða úrslitunum:
Magdeburg - Flensburg 35-29
Fuchse Berlín - Kiel 32-30
Bergischer - Melsungen 30-23
Leipzig - Lemgo 27-35

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 11
Scroll to Top