Markvörður þýsku meistarana fer til Póllands
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dejan Milosavljev (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Nú er það orðið staðfest það sem talað hefur verið um síðustu vikur en pólska stórliðið, Industria Kielce hefur tryggt sér Dejan Milosavljev frá Þýskalandsmeisturum, Fuchse Berlin en Serbinn gerir samning við Kielce til ársins 2030.

Dejan Milosavljev gengur í raðir Kielce frá og með næsta sumri frá Fuchse Berlín.

Milosavljev gangir í raðir Kielce eftir sex ára veru sína hjá Fuchse Berlin, þar sem hann hefur verið lykilmaður í miklum uppgangi félagsins en félagið varð þýskur meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins á síðustu leiktíð auk þess að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Magdeburg síðata sumar. 

Þá hefur hann verið fastamaður í landsliði Serbíu frá árinu 2014 og var í vikunni valinn í lokahóp Serba fyrir Evrópumótið sem fer fram í janúar.

„Að koma til Industria Kielce er mikil áskorun fyrir mig, en líka mikill heiður. Þetta er félag með ríka sögu með mikinn metnað og sterkar hefðir í evrópskum handbolta. Frá fyrsta samtali við stjórnendur félagsins fann ég að við deildum sömu sýn og sömu markmiðum, og það gerði ákvörðunina auðveldari,“ sagði Dejan Milosavljev.

„Stuðningsmenn Kielce eru þekktir fyrir ótrúlegan stuðning. Stuðningur þeirra gefur liðinu gríðarlegan styrk og er mikilvægur hluti af ímynd félagsins. Ég get ekki beðið eftir að upplifa þetta andrúmsloft.“

Dejan Milosavljev verður þrítugur í mars á næsta ári og hefur áður spilað fyrir félög á borð við Vardar í Norður-Makedóníu og Partizan Belgrad í heimalandinu áður en hann sló í gegn í Berlín. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 10
Scroll to Top