Fuchse Berlín reynir að fá Pytlick næsta sumar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Simon Pytlick (Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þýsku meistarnir í Fuchse Berlín hafa staðfest komu danska landsliðsmannsins, Simon Pytlick til félagsins frá Flensburg sumarið 2027. Nú er hinsvegar sterkur orðrómur um að félagið sé að reyna allt sem það getur til að fá Pytlick til sín næsta sumar.

Sögusagnir erlendis frá segja að þýsku meistarnir hafi borgað 750.000 evrur til að fá Pytlick sumarið 2027 en Daninn var nýlega búinn að gera samning til Flenburg til ársins 2030.

Nú er hinsvegar rætt og ritað um það að Fuchse Berlín séu með nýtt tilboð á borðinu um að borga Flensburg 1.200.000 evrur fyrir Pytlick sem samsvarar 177 milljónum íslenskrar króna með það í huga að fá hann strax næsta sumar.

Það er RThandball sem greinir frá á Instagram reikningi sínum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top