Verður lið utan Evrópu í Meistaradeildinni?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Magnus Saugstrup - Magdeburg (MARIUS BECKER / AFP)

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að breyta Meistaradeild og Evrópudeild karla umtalsvert eins og Handkastið hefur áður greint frá en EHF tilkynnti hvað fæli í breytingunum fyrr í þessum mánuði.

Það sem vakti hvað mesta athygli í breytingunum og eitthvað sem hafði ekki verið rætt um opinberlega áður en EHF tilkynnti þær er að EHF áskilur sér rétt til þess að bjóða liðum utan Evrópu sæti í Meistaradeildinni.

Ákveðið hefur verið að tíu efstu handknattleikssamböndin á styrkleikalista EHF fá hvert um sig eitt öruggt sæti í nýju Meistaradeildinni. Breytingarnar taka gildi á næsta tímabili. Löndin tíu eru Þýskaland, Spánn, Frakkland, Danmörk, Pólland, Ungverjaland, Rúmenía, Portúgal, Króatía og Noregur en röðun á listanum byggir á árangri síðustu þriggja tímabila. Þá geta að hámarki átta þessara þjóða fengið aukasæti, og fjórar þjóðir sem ekki eiga fast sæti. EHF getur síðan valið tvö önnur lið inn í Meistaradeildina og meiri segja félög utan Evrópu.

Í nýju fyrirkomulaginu verða 24 lið en síðustu ár hafa einungis 16 lið tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðunum 24 verður skipt í sex fjögurra liða riðla.

Efstu tvö lið úr hverjum riðli komast svo áfram í næsta áfanga keppninnar, þar sem spilað verður í tveimur sex liða riðlum. Neðstu tvö liðin í riðlakeppninni færast í annað stig Evrópudeildarinnar. Efstu fjögur lið úr hvorum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit og keppninni lýkur sem fyrr með fjögurra liða úrslitahelgi í Köln eins og hefur verið síðustu ár.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top