Gidsel skoraði 11 mörk gegn Einari Þorsteini
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Mathias Gidsel - Füchse Berlin (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Fuchse Berlín vann seinni leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni rétt fyrir jól með átta mörkum 28-36 á útivelli gegn Einari Þorsteini Ólafssyni og félögum í Hamburg.

Mathias Gidsel hélt uppteknum hætti frá síðasta leik og skoraði 11 mörk fyrir Fuchse Berlín og gaf fimm stoðsendingar. Nils Lichtlein skoraði átta mörk fyrir Berlínarrefina.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Hamburg en markahæstur í liði Hamburg var Frederik Bo Andersen. 

Með sigrinum fer Fuchse Berlín upp í 28 stig í 3.sæti deildarinnar og er nú stigi á eftir Flensburg í 2.sætinu. Magdeburg er á toppi deildarinnar eftir jafntefli gegn Kiel í kvöld með 34 stig.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top