Óðinn Þór í bikarúrslit í Sviss
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Óðinn Þór Ríkharðsson 2 ((Kristinn Steinn Traustason)

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen leika til úrslita í svissnesku bikarkeppninni eftir 28-26 sigur á St. Omar St. Gallen í dag.

Óðinn Þór skoraði 6 mörk í leiknum í dag og var næst markahæstur í liði sinna manna.

Kadetten mun mæta Pfadi Winterthur í úrslitaleik sem fram fer á morgun, sunnudag. Pfadi Winterthur unnu BSV Stans örugglega fyrr í dag 34-25.

Kadetten hefur titil að verja en þeir urðu bikarmeistarar í fyrra.

Leikurinn á morgun fer fram klukkan 17:00 og mun Handkastið að sjálfsögðu fylgjast með og færa ykkur fréttir að leik loknum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 4
Scroll to Top