Óðinn Þór Ríkharðsson 2 ((Kristinn Steinn Traustason)
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen leika til úrslita í svissnesku bikarkeppninni eftir 28-26 sigur á St. Omar St. Gallen í dag. Óðinn Þór skoraði 6 mörk í leiknum í dag og var næst markahæstur í liði sinna manna. Kadetten mun mæta Pfadi Winterthur í úrslitaleik sem fram fer á morgun, sunnudag. Pfadi Winterthur unnu BSV Stans örugglega fyrr í dag 34-25. Kadetten hefur titil að verja en þeir urðu bikarmeistarar í fyrra. Leikurinn á morgun fer fram klukkan 17:00 og mun Handkastið að sjálfsögðu fylgjast með og færa ykkur fréttir að leik loknum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.