Bjartur Már samningslaus og skoðar hvað er í boði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjartur Már Guðmundsson (

Leikstjórnandinn lunkni Bjartur Már Guðmundsson er þessa dagana samningslaus og er að skoða hvernig landið liggur. Bjartur lék seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Þór í Grill66-deildinni frá Fram.

,,Eins og staðan er núna er ég einfaldlega samningslaus og er bara að skoða allt það sem er í boði með mjög opnum hug," sagði Bjartur Már í samtali við Handkastið.

Bjartur Már er fæddur árið 2000 og er uppalinn í Kópavoginum hjá HK. Einnig hefur hann leikið í Færeyjum með STÍF, Víking, Fram og Þór.

Með Þórsurum í vetur skoraði hann níu mörk í 6 leikjum. Markaskorun er þó ekki hans ær og kýr heldur góð stýring af miðjunni og stoðsendingar.

Forvitnilegt verður að sjá hjá hvaða félagi þessi lunkni leikstjórnandi endar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top