Dagur Árni Heimisson text Valur handbolti
Íslenska undir 19 ára landslið karla leikur til úrslita á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. Liðið mætir Spánverjum á morgun eftir sigur á Króötum í kvöld, 32-30 eftir að hafa leitt með þremur mörkum í hálfleik, 15-12. Eins og áður kom fram mæta strákarnir liði Spánar sem sigraði hinn undanúrslitaleikinn, 36-23 gegn heimamönnum í Svíþjóð. Ísland hafa þegar mætt Spánverjum áður í mótinu en liðið mættust í riðlakeppninni þar sem Spánverjar höfðu betur, 19-17. Markahæstur í liði Íslands var Andri Erlingsson með 6 mörk en á eftir honum komu þeir Jens Bragi Bergþórsson, Garðar Ingi Sindrason og Dagur Árni Heimisson allir með 5 mörk.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.