Amelía Laufey (HK handbolti)
Amelía Laufey Miljevic hefur endurnýjað samning sinn við HK. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag. Amelía fagnaði tvítugs afmæli sínu fyrr í þessum mánuði og hefur nú tekið ákvörðun að leika áfram með uppeldisfélagi sínu. Amelía er línumaður sem skoraði 58 mörk í 18 leikjum á nýliðnu tímabili með HK í Grill66-deildinni en HK endaði í 2.sæti deildarinnar en tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olís-deildinni. ,,Síðustu ár hefur hún spilað stórt hlutverk í ungu liði HK, bæði varnar- og sóknarlega. Hún er föst fyrir, ákveðin og með keppnisskap sem sæmir sönnum HK-ingi," segir í tilkynningunni frá HK.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.