Markmiðið er fyrst og fremst að haldast heill
(Kristinn Steinn Traustason)

Tryggvi Garðar Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Tryggvi Garðar Jónsson yfirgaf Íslands- og bikarmeistara Fram í sumar og gekk til liðs við Íslendingarfélagið, Alpla Hard í Austurríki en Alpla Hard hefur keppst á toppnum í Austurríki síðustu ár en varð að sætta sig við tap gegn Krems í úrslitum úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið deildina nokkuð sannfærandi.

Hjá Alpla Hard hittir Tryggvi Garðar fyrir Tuma Stein Rúnarsson og íslenska þjálfarann, Hannes Jón Jónsson.

Tryggvi kveður Fram með söknuði þar lék hann tvö tímabil eftir að tækifæri hans hafi verið af skornum skammti hjá uppeldisfélagi sínu Val.

,,Ég átti frábæran tíma hjá Fram þar sem ég læræði mikið og eignaðist frábæra vini. Það var síðan ekki verra að landa bæði bikar- og Íslandsmeistaratitli á síðustu leiktíð," sagði Tryggvi Garðar í samtali við Handkastið sem segir að markmið hans hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku í sumar. Hann sé ánægður að það hafi gengið upp.

,,Það voru einhver önnur lið líka í myndinni en ekkert sem að heillaði mig jafn mikið og Hard, svo ég ákvað að stökkva á það tækifæri og er mjög spenntur fyrir því. Það sem heillaði mig mest var að spila undir Hannesi. Ég er búinn að heyra góða hluti af honum hérna. Svo er liðið líka mjög gott hérna úti þannig við verðum að spila um alla titla," sagði Tryggvi sem gerir ráð fyrir að hlutverk sitt hjá liðinu verði aðallega að spila vörn.

,,Eins og staðan er núna verð ég aðallega þristur í vörn og svo vonandi kemst ég hægt og rólega inn í sóknarleikinn þegar líður á tímabilið," sem vonast til að komast heill í gegnum þetta tímabil en meiðsli hafa elt þennan unga og efnilega leikmann sem var af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður landsins á sínum tima.

,,Þetta er aðeins öðruvisi hér í Austurríki heldur en á Íslandi. Við æfum nánast alltaf tvisviar sinnum á dag og lengri og erfiðari æfingar en heima. Mitt markmið er fyrst og fremst að haldast heill og inn á vellinum og njóta þess að spila. Það er síðan skýr markmið liðsins að gera atlögu að öllum titlum."

Tryggvi segist vera mjög spenntur fyrir komandi tímabili og sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Hann segir hópinn góðan og breiðan þó enn vanti inn yngri landsliðsmenn sem eru í verkefnum með Austurríki.

,,Fyrstu dagarnir hafa verið geggjaðir. Mikið af æfingum og álagi og aðeins öðruvísi kúltúr," sagði Tryggvi að lokum í samtali við Handkastið.

Austurríska deildin fer af stað 5. september en Alpla Hard heimsækir nýliða Hollabrunn í 1.umferðinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top