Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir (Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Kvennalið HK hefur leitað í reynslu mikla leikmenn í styrkingu liðsins fyrir komandi tímabil í Grill66-deildinni en liðið endaði í 2.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en töpuðu í umspili um sæti í Olís-deildina gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins. Hilmar Guðlaugsson þjálfari HK staðfesti í samtali við Handkastið að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Rakel Sigurðardóttir væru að æfa með liðinu og gerir Hilmar ráð fyrir að þær spili með HK-liðinu í vetur. Auk þess gerir hann ráð fyrir þvi að Þórhildur Braga Þórðardóttir spili með liðinu í vetur en hún lék átta leiki með liðinu í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð. Rakel er reynslu mikill línumaður sem er uppalin í FH en lék einnig með HK á sínum tíma. Hún lék fimm tímabil með Haukum en lék síðastí tímabilið 2021/2022 með Haukum í Olís-deildinni. Valgerður Ýr er fædd árið 1992 og er uppalin hjá HK en lék síðast níu leiki með liðinu í Olís-deildinni tímabilið 2022/2023. Hún fékk mjög þungt höfuðhögg í leik HK og Selfoss í upphafi tímabils 2022 og þá hefur hún einnig gengið með barn í millitíðinni. HK vann FH í æfingaleik í síðustu viku 33-30 og eru taldar ansi líklegar að gera góða hluti á komandi tímabili.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.