Birkir Snær var stórkostlegur í Eyjum
(Kristinn Steinn Traustason)

Birkir Snær Steinsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Birkir Snær Steinsson var besti leikmaðurinn á vellinum í sigri Hauka á ÍBV í 6.umferð Olís-deildar karla síðasta sunnudag. Haukar unnu ÍBV með tíu marka mun og jöfnuðu Aftureldingu á toppi deildarinnar með sigrinum.

Haukar taka á móti Stjörnunni í stórleik 7.umferðarinnar í kvöld klukkan 19:30 en sá leikur er sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Birkir Snær var valinn í Cell-tech lið 6.umferðar Olís-deildar karla hér á Handkastinu fyrir frammistöðu sína í leiknum en í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans var farið yfir frammistöðu Birkis í leiknum gegn ÍBV.

Hægt er að sjá brot af tíu mörkum Birkis og umræðuna um hans leik úr Handboltahöllinni hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top