Magnús Dagur Jónatansson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Magnús Dagur Jónatansson leikmaður KA og yngri landsliða Íslands er að verða einn af lykilmönnum í spútnikliði KA á þessu tímabili. Magnús Dagur sýnir á sér bakhliðina í dag. Fullt nafn: Magnús Dagur Jónatansson Eldri bakhliðar: Bakhliðin: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir Bakhliðin: Arna Karitas Eiríksdóttir Bakhliðin: Matthildur Lilja Jónsdóttir Bakhliðin: Jökull Blöndal Björnsson Bakhliðin: Skarphéðinn Ívar Einarsson Bakhliðin: Sigurður Dan Óskarsson Bakhliðin: Breki Hrafn Árnason Bakhliðin: Bakhliðin: Lilja Ágústsdóttir Bakhliðin: Ísak Logi Einarsson Bakhliðin: Garðar Ingi Sindrason Bakhliðin: Bakhliðin: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín Bakhliðin: Dagur Árni Heimisson Bakhliðin: Baldur Fritz Bjarnason Bakhliðin: Elín Rósa Magnúsdóttir
Gælunafn: Maggi, DJ dettur líka inn
Aldur: 19
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Febrúar 2023
Uppáhalds drykkur: Pepsi Max
Uppáhalds matsölustaður: Serrano
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Money Heist
Uppáhalds tónlistarmaður: Pretty og lugi eru þarna uppi
Uppáhalds hlaðvarp: Doc eða Fm95blö
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Ágúst Brynjars, spaði
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Lækka kostnað a yngri landsliðin
Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 5 tímar, það er full mikið
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr eða Haraldur Bolli
Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Algjörlega!
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór, þarf ekki að segja meira
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Aron Pálma
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Stebbi Árna og Heimir Árna
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ágúst Guðmundsson, algjör toppmaður utan vallar en lúmskur inn á velli
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi
Helsta afrek á ferlinum: Vinna Partille cup var risa
Mestu vonbrigðin: Meiðsli
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Garðar Ingi, flottur kappi
Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Freyr Arons og Vigdís Arna
Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Ivano Balic, sá er vanmetinn
Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Skotklukku væri gaman að prufa það
Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Horfa á pabba keppa i Noregi
Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adizero
Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Tæki Jóa Sævars uppa gamanið og Daða Jóns svo við höfum einhvern möguleika á að komast heim. Logi Gauta er óútreiknanlegur hann gæti verið sterkur þarna líka
Hvaða lag kemur þér í gírinn: More með Usher
Rútína á leikdegi: Ekkert sérstakt en alltaf Serrano eða Saffran
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Aron Daði, piparsveinn
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er örvhentur í öllu nema handbolta
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bjarni Ófeigur, lookar grimmur en er léttur, ljúfur og kátur
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Tiger Woods hvort hann gæti tekið mig í golfkennslu

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.