Blær og félagar með mikilvægt stig
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Blær Hinriksson (Leipzig)

Þrír leikir voru á dagskrá í þegar leikið var í 14.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar, og var einungis einn íslendingur í eldlínunni að þessu sinni.

Fyrsti leikur dagsins fór fram í Quarterback Immobilien Arena heimavelli Leipzig þegar Blær Hinriks og félagar buðu liði Hannover í heimsókn. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og skiptust liðin á að hafa yfirhöndina í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13–13. Í seinni hálfleik náðu Hannover smá forskoti og leiddu lengst af. Leipzig gafst þó aldrei upp og herti varnarleik sinn á lokakaflanum og jafnaði þegar um 20 sekúndur voru eftir. Lokaniðurstaðan varð því 27–27. Blær Hinriksson skoraði 5 mörk og gaf 4 stoðsendingar. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Justus Fischer línumaður Hannover með 7 mörk og eina stoðsendingu.

Annar leikur dagsins var þegar lærisveinar Arnórs Þórs í Bergischer buðu liði Hamburg í heimsókn. Leikurinn var jafn og hraður alveg frá upphafi en Bergischer náði smám saman yfirhöndinni og fór með tveggja marka forskot inn til búningsklefa 19–17. Í seinni hálfleik héldu þeir uppi góðum takti í sókninni og náðu að byggja sér upp öruggt forskot þegar leið á. Hamburg reyndu að svara og minnkuðu muninn en Bergischer héldu haus, skoraði mikilvæg mörk á lokakaflanum og sigldi sigrinum örugglega heim. Lokatölur urðu 35–32. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Moritz Sauter í liði Hamburg með 11 mörk og gaf 1 stoðsendingu.

Þriðji og seinasti leikur dagsins fór fram í Berlínarborg þegar að þýskalandsmeistarar Füchse Berlin bauð Lemgo í heimsókn. Leikurinn var jafn og hraður strax frá upphafi. Lemgo náði smám saman betri tökum á leiknum þegar fór að líða á lokamínútur fyrri hálfleiks og fóru þeir með tveggja marka forskot í hálfleik 14–16. Í seinni hálfleik héldu Lemgo yfirhöndinni áfram og leiddu lengst af með 2–3 mörkum. Berlin gafst þó aldrei upp og með öflugum lokakafla tókst þeim að jafna þegar þrjár mínútur voru eftir. Lemgo voru sterkari á lokasprettinum og báru þeir sigur úr bítum 33–34. Atkvæðamesti leikmaður leiksins var Hendrik Wagner í liði Lemgo með 8 mörk auk þess að hafa gefið 3 stoðsendingar.

Úrslit dagsins:

Leipzig-Hannover 27-27

Bergischer-Hamburg 35-32

Füchse Berlin-Lemgo 33-34

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top