Markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar eftir 9. umferð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Orri Freyr Þorkelsson Sporting ((ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

10.umferðin í Meistaradeild Evrópu hefst í dag með þremur leikjum. Línur gætu farið að skýrast allt svakalega eftir þessa viku en einungis fjórar umferðir verða eftir af riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar þessari umferð lýkur.

Stórleikur kvöldsins fer án efa fram í Barcelona þegar Barcelona tekur á móti PSG en PSG tapaði í síðustu viku gegn Wisla Plock á heimavelli en liðið er einungis með sex stig eftir níu leiki.

Tveir Íslendingar eru á topp 10 lista yfir markahæstu leikmenn keppninnar en Orri Freyr Þorkelsson er mættur í 9.sætið yfir markahæstu leikmennina. Þess má til gamans geta að enginn Svíi eða Norðmaður er á listanum.

Handkastið hefur tekið saman tíu markahæstu leikmenn keppninnar eftir 9.umferðina.

  1. Mathias Gidsel (Fuchse Berlín) - 83 mörk
  2. Elohim Prandi (PSG) - 70 mörk
  3. Bjerre Frederik Friche (GOG) - 69 mörk
  4. Francisco Costa (Sporting) - 66 mark
  5. Ómar Ingi Magnússon (Magdeburg) - 60 mörk
  6. Melvyn Richardson (Wisla Plock) - 58 mörk
  7. Nedim Remili (Veszprem) - 56 mörk
  8. Mario Sostaric (Pick Szeged) - 55 mörk
  9. Orri Freyr Þorkelsson (Sporting) - 52 mörk
  10. Dejan Manaskov (Eurofarm Pelister) - 51 mark
  11. Aleix Gomez Abello (Barcelona) - 51 mark

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top