Allan og Bjarni í EM hópi færeyska landsliðsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Allan Norðberg (Sævar Jónasson)

Landsliðsþjálfari færeyska karla landsliðsins er ekkert að dvelja of lengi við það að velja 18 manna leikmannahóp sinn fyrir EM sem fram fer í janúar. Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti nú rétt í þessu 18 manna leikmannahóp færeyska landsliðsins sem Peter Bredsdorff-Larsen og Hjalti Mohr Jacobsen hafa valið.

Færeyska landsliðið kemur saman 3.janúar og leikur tvo æfingaleiki í aðdraganda mótsins í Færeyjum gegn Ítölum 9. og 11. janúar en Ítalir eru í riðli með íslenska landsliðinu. Í kjölfarið ferðast liðið til Osló en Færeyjar eru í riðli með Sviss, Svartfjallalandi og Slóveníu.

Tveir leikmenn úr Olís-deild karla eru í 18 manna lokahópi færeyska landsliðsins, það eru liðsfélagarnir úr Val, Allan Norðberg og Bjarni í Selvindi. Aðrir leikmenn sem eru í hópnum og hafa leikið á Íslandi er línumaðurinn, Pætur Mikkjalsson sem lék stutta stund með KA og hægri skyttan Vilhelm Poulsen sem gerði vel með Fram á sínum tíma.

Markverðir:

Pauli Jacobsen, HC København (DEN)

Aleksandar Lacok, TSV St. Otmar Handball St. Gallen (SUI)

Útileikmenn:

Tróndur Mikkelsen, HF Karlskrona (SWE)

Rói Ellefsen á Skipagøtu, IF Hallby HK (SWE)

Óli Mittún, GOG (DEN)

Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER)

Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN)

Vilhelm Poulsen, TSV Hannover-Burgdorf (GER)

Kjartan Johansen, Elitesport Vendsyssel (DEN)

Bjarni í Selvindi, Valur (ISL)

Hornamenn:

Rói Berg Hansen, Køge Håndbold (DEN)

Leivur Mortensen, HC København (DEN)

Hákun West av Teigum, Füchse Berlin, (GER)

Allan Norðberg, Valur (ISL)

Línumenn:

Teis Horn Rasmussen, Ribe-Esbjerg HH (DEN)

Pætur Mikkjalsson, Team Sydhavsøerne (DEN)

Ísak Vedelsbøl, IK Sävehof (SWE)

Helgi Hildarson Hoydal, H71 (FAR)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top