Allan Norðberg (Sævar Jónasson)
Landsliðsþjálfari færeyska karla landsliðsins er ekkert að dvelja of lengi við það að velja 18 manna leikmannahóp sinn fyrir EM sem fram fer í janúar. Færeyska handknattleikssambandið tilkynnti nú rétt í þessu 18 manna leikmannahóp færeyska landsliðsins sem Peter Bredsdorff-Larsen og Hjalti Mohr Jacobsen hafa valið. Færeyska landsliðið kemur saman 3.janúar og leikur tvo æfingaleiki í aðdraganda mótsins í Færeyjum gegn Ítölum 9. og 11. janúar en Ítalir eru í riðli með íslenska landsliðinu. Í kjölfarið ferðast liðið til Osló en Færeyjar eru í riðli með Sviss, Svartfjallalandi og Slóveníu. Tveir leikmenn úr Olís-deild karla eru í 18 manna lokahópi færeyska landsliðsins, það eru liðsfélagarnir úr Val, Allan Norðberg og Bjarni í Selvindi. Aðrir leikmenn sem eru í hópnum og hafa leikið á Íslandi er línumaðurinn, Pætur Mikkjalsson sem lék stutta stund með KA og hægri skyttan Vilhelm Poulsen sem gerði vel með Fram á sínum tíma. Markverðir: Pauli Jacobsen, HC København (DEN) Aleksandar Lacok, TSV St. Otmar Handball St. Gallen (SUI) Útileikmenn: Tróndur Mikkelsen, HF Karlskrona (SWE) Rói Ellefsen á Skipagøtu, IF Hallby HK (SWE) Óli Mittún, GOG (DEN) Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel (GER) Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne (DEN) Vilhelm Poulsen, TSV Hannover-Burgdorf (GER) Kjartan Johansen, Elitesport Vendsyssel (DEN) Bjarni í Selvindi, Valur (ISL) Hornamenn: Rói Berg Hansen, Køge Håndbold (DEN) Leivur Mortensen, HC København (DEN) Hákun West av Teigum, Füchse Berlin, (GER) Allan Norðberg, Valur (ISL) Línumenn: Teis Horn Rasmussen, Ribe-Esbjerg HH (DEN) Pætur Mikkjalsson, Team Sydhavsøerne (DEN) Ísak Vedelsbøl, IK Sävehof (SWE) Helgi Hildarson Hoydal, H71 (FAR)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.