Mögulegir andstæðingar Íslands á EM verða fyrir áfalli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nebosja Simic (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Nú er ljóst að svartfellski markvörðurinn Nebosja Simic verður ekki klár með landsliði sínum á Evrópumótinu sem fer fram í janúar á næsta ári.

Nebosja Simic hefur verið aðal markvörður svartfellska landsliðsins í nokkur ár en hann gaf það út á samfélagsmiðlum sínum að hann verði ekki klár í tækatíð fyrir landsliðið í janúar. Simic er að glíma við hnémeiðsli.

Simic meiddist alvarlega á hné í apríl og hefur ekki enn spilað fyrir sitt félag í þýsku úrvalsdeildinni, Melsungen á þessu tímabili. Því hefur þessi 32 ára gamli markvörður nú loksins tekið erfiða ákvörðun um að gefa ekki kost á sér fyrir EM sem eru slæm tíðindi fyrir Svartfjallaland.

„Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra lækna, sjúkraþjálfara frá félaginu og landsliðinu og aðra hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér með landsliðinu í janúar og gefa mér meiri tími til að jafna mig af meiðslunum,“ segir Simic í færslu á Instagram-síðu sinni.

Svartfjallaland er í riðli með Slóveníu, Sviss og Færeyjum en tvö efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðil og gætu þar mætt íslenska landsliðinu komist íslenska landsliðið áfram úr sínum riðli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top