Momir Ilic (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Momir Ilic sagði upp störfum hjá þýska úrvalsdeildarliðunum Wetzlar í dag. Félagið tilkynnti þetta nú rétt í þessu. Félagið er í næsta neðsta sæti deildarinnar með fimm stig, jafn mörg stig og Leipzig sem eru á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað tíu leikjum í röð. Momir Ilic tók við liðinu í sumar ásamt Vladan Jordovic. ,,Við höfum reynt mikið síðustu mánuði og gert okkar besta," sagði Ilic í fréttatilkynningu frá HSG. ,,Úrslit síðustu leikja hafa verið jafn slæm fyrir okkur og þau eru fyrir alla aðdáendur, alla styrktaraðila og alla sem bera þetta félag í hjarta sínu. Félagið og fólkið hér í Wetzlar hefur orðið mér kært á mjög skömmum tíma. Þess vegna harma ég þessa þróun. Á sama tíma tek ég ábyrgð í þessari erfiðu stöðu,“ sagði Momir Ilic. Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Fuchse Berlín.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.