Spútnik lið þýsku deildarinnar unnið fimm leiki í röð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Niels Versteijnen - lemgo (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það er ekki hægt að segja annað en að Lemgo sé spútník lið þýsku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið en liðið situr í 2.sæti deildarinnar með 25 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Magdeburg þegar bæði lið hafa leikið sextán leiki á tímabilinu.

Flensburg og Kiel eru tveimur stigum á eftir Lemgo og eiga leik til góða og Fuchse Berlín eru þremur stigum á eftir Lemgo en Flensburg og Fuchse Berlín mætast í kvöld.

Lemgo undir stjórn Florian Kehrmann hafa nú unnið fimm leiki í röð í þýsku úrvalsdeildinni og þar á meðal bæði Fuchse Berlín og Flensburg. Báða leikina unnu þeir með einu marki, 34-33. 

Eftir tap í fyrsta leik tímabilsins lék liðið átta leiki í röð án þess að tapa og gerðu eitt jafntefli. Í kjölfarið komu tveir tapleikir í röð gegn Hannover Burgdorf og Melsungen en nú er liðið búið að leika fimm leiki í röð án þess að misstíga sig. 

Lemgo vann í gærkvöldi Göppingen á útivelli með sjö mörkum, 33-26 en liðið fær Kiel í heimsókn næstkomandi sunnudag. 

Tim Suton er markahæstur í liði Lemgo með 102 mörk og næstur kemur Hollendingurinn, Niels Versteijnen. Austurríkismaðurinn, Lukas Hutecek hefur skorað 52 mörk á tímabilinu.

Á síðustu leiktíð endaði Lemgo í 8.sæti deildarinnar með 39 stig en liðið er einungis fjórtán stigum frá því að ná þeim stigafjölda. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top