Veszprem HC FC Barcelona - 18th IHF Men's Handball Club World Championship 2025 - FINAL (Photo by Ayman Aref / NurPhoto)
Sænski markvörðurinn, Mikael Appelgren markvörður Veszprem hefur framlengt samning sinn við félagið en hann gekk til liðs við þá síðasta sumar. Hann mun því mynda markvarðapar með Emil Nielsen á næsta ári en hann kemur til ungversku risanna í sumar frá Barcelona. ,,Ég er ánægður og stoltur að fá þetta tækifæri. Ég hlakka mikið til að halda áfram að vinna með þessu frábæra starfsfólki og leikmönnum. Það eru miklir möguleikar í liðinu og ég tel að við höfum ekki sýnt það ennþá. Við getum verið eitt besta lið í heimi, unnið titla. Þetta passar fullkomlega við hugarfarið mitt. Ég vil vinna. Ég vil vinna alla leik og þetta hugarfar passar fullkomlega við hugarfar félagsins“ sagði Mikael Appelgren og útskýrði ástæðurnar fyrir framlengingu sinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.