Leipzig sparar á ráðningu Rúnars
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rúnar Sigtrygsson (Emily Diehl)

Líkt og Handkastið greindi frá fyrr í vikunni hefur Rúnar Sigtryggsson verði ráðinn þjálfari Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni.

Það eru þó fleiri en stuðningsmenn Wetzlar sem fagna þessari ráðningu því þýska úrvalsdeildinarliðið Leipzig er að spara sér talverða summu á þessu.

Sport Bild greinir frá því að Rúnar átti ennþá eitt ár eftir af samning sínum við Leipzig og áttu eftir að greiða Rúnari um 100.000 evrur í laun sem eru um 15 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Eftir ráðningu Rúnars til Wetzlar eru Leipzig því lausir undan fjárhagslegum skuldbindingum gagnvart Rúnari.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvort Leipzig nýti þennan pening til að styrkja leikmannahópinn en liðið hefur farið erfiðlega af stað í þýsku deildinni í vetur en Íslendingurinn Blær Hinkriksson leikur einmitt með liðinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top