Apelgren skildi leikmann sinn eftir í lokahópi Svía
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Michael Apelgren (JESSICA GOW / TT NYHETSBYRÅN / TT News Agency via AFP)

Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Michael Apelgren, hefur valið hóp sinn fyrir Evrópumeistaramótið í janúar, sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

Óvæntustu tíðindin eru þau að Tobias Thulin markvörður Pick Szeged er ekki í hópnum en það sem gerir valið óvanalegt er að Apelgren er þjálfari Tobias Thulin hjá ungverska félaginu. Tobias Thulin hefur verið fastamaður í sænska landsliðinu undanfarin ár.

Svíar eru ekki í vandræðum í markvarðarstöðunni því Apelgren hefur valið Andreas Palicka markvörð Kolstad, Fabian Norsten markvörð Álaborgar og Mikael Appelgren markvörð Veszprém.

Í hópnum fyrir Evrópumeistaramótið eru einnig nokkur ný nöfn. Nikola Roganovic leikmaður Malmö sem gengur í raðir Gummersbach næsta sumarog Axel Månsson leikmaður Kristianstad sem gengur í raðir HØJ næsta sumar.

Vinstri hornamaðurinn Jerry Tollbring er kominn aftu í fyrsta skipti síðan á Evrópumótinu 2020. Tollbring kemur inn fyrir Lucas Pellas sem er meiddur.

Svíar hefja leik á EM gegn Hollendingum 17.janúar á heimavelli. Næst mætir liði Georgíu og loks Króatíu. Ísland gæti mætt Svíum í milliriðli komist bæði lið áfram úr sínum riðlum.

Sænski EM hópurinn:

Markmenn:
Andreas Palicka
Fabian Norsten
Mikael Appelgren

Vinstra horn:
Hampus Wanne
Jerry Tollbring

Línumenn:
Max Darj
Oscar Bergendahl
Felix Möller

Hægra horn:
Sebastian Karlsson
Daniel Pettersson

Vinstri skytta:
Jonathan Carlsbogård
Eric Johansson
Nikola Roganovic

Leikstjórnendur:
Felix Claar
Jim Gottfridsson
Axel Månsson

Hægri skytta:
Albin Lagergren
Lukas Sandell

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top