Michael Apelgren (JESSICA GOW / TT NYHETSBYRÅN / TT News Agency via AFP)
Landsliðsþjálfari Svíþjóðar, Michael Apelgren, hefur valið hóp sinn fyrir Evrópumeistaramótið í janúar, sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Óvæntustu tíðindin eru þau að Tobias Thulin markvörður Pick Szeged er ekki í hópnum en það sem gerir valið óvanalegt er að Apelgren er þjálfari Tobias Thulin hjá ungverska félaginu. Tobias Thulin hefur verið fastamaður í sænska landsliðinu undanfarin ár. Svíar eru ekki í vandræðum í markvarðarstöðunni því Apelgren hefur valið Andreas Palicka markvörð Kolstad, Fabian Norsten markvörð Álaborgar og Mikael Appelgren markvörð Veszprém. Í hópnum fyrir Evrópumeistaramótið eru einnig nokkur ný nöfn. Nikola Roganovic leikmaður Malmö sem gengur í raðir Gummersbach næsta sumarog Axel Månsson leikmaður Kristianstad sem gengur í raðir HØJ næsta sumar. Vinstri hornamaðurinn Jerry Tollbring er kominn aftu í fyrsta skipti síðan á Evrópumótinu 2020. Tollbring kemur inn fyrir Lucas Pellas sem er meiddur. Svíar hefja leik á EM gegn Hollendingum 17.janúar á heimavelli. Næst mætir liði Georgíu og loks Króatíu. Ísland gæti mætt Svíum í milliriðli komist bæði lið áfram úr sínum riðlum. Markmenn: Vinstra horn: Línumenn: Hægra horn: Vinstri skytta: Leikstjórnendur: Hægri skytta:Sænski EM hópurinn:
Andreas Palicka
Fabian Norsten
Mikael Appelgren
Hampus Wanne
Jerry Tollbring
Max Darj
Oscar Bergendahl
Felix Möller
Sebastian Karlsson
Daniel Pettersson
Jonathan Carlsbogård
Eric Johansson
Nikola Roganovic
Felix Claar
Jim Gottfridsson
Axel Månsson
Albin Lagergren
Lukas Sandell

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.