Alex Dujshebaev (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Fyrr á þessu ári varð ljóst að bræðurnir Alex og Daniel Dujshebaev myndu yfirgefa pólska liðið Industria Kielce er samningur þeirra bræðra rennur út við félagið. Hafa bræðurnir verið orðaðir meðal annars við þýska liðið Kiel. Nú er hinsvegar eldri bróðirinn, Alex Dujsebaev sagður vera nálægt því að ganga í raðir Vardar í Norður-Makedóníu. Hen Livgot segir á samfélagsmiðlinum X að viðræður séu í gangi milli Alex Dujshebaev og Vardar Skopje um félagaskipti leikmannsins næsta sumar frá Industria Kielce. Samkvæmt heimildum Hen Livgot þá hefur Alex áhuga að ganga í raðir Vardar og aðeins á eftir að klára lausa enda áður en samkomulag milli leikmannsins og félagsins sé í höfn. Vardar Skopje er risi í evrópskum handbolta sem hefur legið í dvala undanfarin ár vegna fjárhagserfiðleika. Það virðist þó vera að birta til hjá félaginu því samkvæmt Handballbase eru fjórir aðrir leikmenn orðaðir við Vardar næsta sumar. Um er að ræða Leon Ljevar frá Slovan í Slóveníu, Vukasin Vorkapic frá Vojvodina í Serbíu, Joao Pedro Da Silva frá sama félagi og að lokum Milan Bomastar frá Chartres í Frakklandi.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.