Blær og félagar komust ekki í undanúrslit bikarkeppninnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Niels Versteijnen - lemgo (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Lemgo var fyrst allra liðanna í þýska bikarnum til að tryggja sér í undanúrslit keppninnar með sigri á Leipzig á útivelli í kvöld 27-35. Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar fara fram á morgun.

Lemgo hafði forystu nær allan leikinn og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11. Hollendingurinn í liði Lemgo, Niels Versteijnen fór mikinn í leiknum og var markahæstur með átta mörk en hann skoraði alls sjö mörk í seinni hálfleik.

Blær Hinriksson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum fyrir Leipzig en Lucas Krzikalla var markahæstur í liði Leipzig með sex mörk.

Eins og fyrr segir fara fram þrír aðrir leikir í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun. Þar mætast:

Bergischer - Melsungen
Flensburg - Magdeburg
Fucshe Berlín - Kiel

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top