Báðir vinstri hornamenn Kiel eru að renna útaf samningi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rune Dhamke - Kiel ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Enn er óvíst hvað verður um vinstri hornamenn Kiel en samningar bæði Magnus Landin og Rune Dahmke renna út eftir tímabilið. Enn hefur ekkert verið gefið út hver framtíð þeirra beggja er hjá félaginu.

Nýverið var tilkynnt að Domagoj Duvnjak hafi framlengi samningi sínum við félagið um eitt ár og þá er ljóst að Domen Makuc og Julisan Köster ganga í raðir félagsins næsta sumar frá Barcelona og Gummersbahc. 

Á sama tíma er það orðið ljóst að Bence Imre og Mykola Bilyk yfirgefi félagið eftir tímabilið.

Nú er velta menn hinsvegar fyrir sér framtíð Rune Dahmke fyrirliða liðsins og Magnus Landin. Þá eru samningar Petter Överby og Hendrik Pekeler einnig að renna út eftir tímabilið.

Það verður því nóg um að vera hjá stjórnarmönnum Kiel næstu vikur því framlengi þeir ekki samningum við þessa leikmenn sína er ljóst að þeir þurfa að leita annað í styrkingu á liðinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 32
Scroll to Top