Strákarnir fá frí frá Snorra Steini í dag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn og Ómar Ingi (Sævar Jónasson)

Strákarnir okkar hefja leik á Evrópumótinu á föstudaginn þegar liðið tekur á móti Ítalíu í Kristianstad. Liðið lék tvo leiki gegn Slóveníu og Frakklandi í æfingamóti í París í Frakklandi um helgina.

Liðið verður í Frakklandi fram á miðvikudag er liðið ferðast til Svíþjóðar. Þetta staðfesti Snorri Steinn í samtali við Handkastið í nýjasta uppgjörsþætti Handkastsins sem tekinn var eftir tap liðsins gegn Frakklandi í gær.

,,Við verðum hér í tvo daga í viðbót, við æfum í fyrramálið (í morgun) og síðan fá strákarnir frí frá æfingum, fundum og aðallega mér. Þeir eru hér í frábærri borg og vonandi ná þeir að nýta tímann sinn vel og helst að hugsa um eitthvað annað en handbolta. Síðan á þriðjudaginn tekur formlega við undirbúningur fyrir fyrsta leik. Við notum þrjá daga í það og förum þá fyrst að hlaða menn af efni um Ítalíu og einbeita okkur að þeim. Það er fullt að fara yfir og margt í gangi. Við munum nýta tímann vel fram að fyrsta leik til að undirbúa okkur," sagði Snorri Steinn meðal annars í viðtalinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top