Vill minni áherslu á varnarleikinn og allt púður í sóknarleikinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kári Kristján Kristjánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Kári Kristján Kristjánsson leikmaður Þórs í Olís-deild karla og sérfræðingur RÚV fyrir Evrópumótið kom með afar athyglisverðan punkt í nýjum hlaðvarpsþætti RÚV fyrir mótið, Biðstofunni.

Þar talar hann um að íslenska landsliðið hefur fyrir síðustu stórmót eytt of miklu púðri í að lagfæra varnarleik sinn sem hefur síðan þegar upp er staðið ekki skilað nægilega miklu. Hann vill breyta undirbúningum og setja allt púður í sóknarleikinn til að íslenska landsliðið nái sem bestum árangri á komandi Evrópumóti.

,,Ef ég á að horfa barnalega og hrátt á þetta þá vil ég minni áherslu á varnarleikinn og setja allt púðrið í sóknarleikinn. Afhverju? Jú aftur smá einföldun, tölfræðin segir okkur það að útfrá því hvernig Viktor Gísli er að verja í markinu hjá okkur, aftur, þá er lykilatriði að Viktor Gísli spili stórkostlega á þessu móti, allavegana mjög vel svo við eigum einhvern séns í þetta sem við erum að tala um,” sagði Kári Kristján og bendir á að Viktor Gísli sé með betri hlutfallslega markvörslu úr dauðafærum heldur en skotum utan af velli. Afhverju erum við þá að reyna standa hávörn og bjóða liðum upp á skot utan af velli?

,,Skot utan af velli, er ekki eitthvað sem við viljum fá. Förum bara hærra upp á völlinn, spörum okkur skiptingarnar og spilum með lakari menn varnarlega og fáum á okkur dauðafæri og leyfum Viktori Gísla að takast á við þau.”

,,Setjum púðrið í sóknarleikinn. Mér finnst undanfarin ár að það hefur farið ógeðslega mikil vinna í varnarleikinn og endalaus orka sem hefur kannski ekki skilað því sem við erum að vonast eftir. Sérstaklega þegar fram í mótið sækir þá höfum við ekki mannskap í það að vera skipta svona mikið varnarlega, því breiddin er ekkki nægilega mikil þar.”

Íslenska landsliðið hefur leik á Evrópumótinu næstkomandi föstudag klukkan 17:00 þegar liðið mætir Ítalíu. Handkastið verður á svæðinu og gerir upp alla leiki Íslands á mótinu í uppgjörsþætti Handkastsins í hlaðvarpi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 24
Scroll to Top