Snorri Steinn er ekki meðvitaður um greiðu leið Íslands í undanúrslitin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (ADA)

Handkastið ásamt mörgum erlendum sérfræðingum hafa rætt og ritað um það að leið Íslands í átt að undanúrslitunum á Evrópumótinu hefur sjaldan ef einhverntímann verið greiðari en í ár.

Milliriðillinn sem Ísland kemst í, fari þeir uppúr riðlinum er öllu léttari heldur en hinn milliriðilinn en leikið er í tveimur milliriðlum áður en tvö efstu lið milliriðlanna mætast í undanúrslitum mótsins.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því í viðtali við Handkastið í nýjasta uppgjörsþættinum hvort hann væri meðvitaður um það að leið Íslands í undanúrslitin væri greið ef horft væri í styrkleikann á milliriðlinum sem Ísland sleppur við að fara í. Sá milliriðill gæti verið skipaður Portúgal, Frakkland, Þýskland, Spán, Noregi og Danmörku.

,,Nei, ég er ekki meðvitaður um það. Ég er ekki að velta því fyrir mér. Ég ber virðingu fyrir þeim sem við erum að fara spila gegn í riðlinum og ég á eftir að koma mér í milliriðilinn áður en ég fer að velta því fyrir mér. Síðan mega aðrir hafa skoðanir á því. Mér finnst þetta allt frábærar þjóðir sem við mætum í riðlinum og frábærar þjóðir sem gætu beðið okkar í millriðlinum. Það er allt í sögunni sem segir okkur það að þetta sé nægilega krefjandi fyrir okkur og við einbeitum okkur að einum hlut í einu án þess að fara framúr okkur. Ég held að það sé hollt og gott að gera það og byrja á þessum leik á föstudaginn og sjá síðan hvað það leiðir okkur. Þið og fleiri megið síðan smjatta á hinu eins og þið viljið,” sagði Snorri Steinn í viðtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 11
Scroll to Top