Við erum með mikið af leiðtogum og finnum okkur allir mismunandi hlutverk
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elliði Snær Viðarsson (Sævar Jónasson)

Ellíði Snær Viðarsson segir að fyrsta markmið liðsins sé að vinna riðilinn en Ísland leikur í riðli gegn Ítalíu, Ungverjalandi og Póllandi en tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands sem byrjar á að leika gegn Ítölum á föstudaginn.

,,Við gerum það allaveganna og ætlum okkur að gera eins vel og við getum. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessu móti þá verður okkur að ganga vel í riðlinum og það er fyrsta markmið að vinna riðilinn."

Ellíði Snær var spurður út í hvort hann fái eitthvað öðruvísi hlutverk í liðinu í ár. ,,Við erum með mikið af leiðtogum í liðinu og finnum okkur allir mismunandi hlutverk þannig það er bara mismunandi og ég verð bara klár í það hlutverk sem ég fæ."

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram næstkomandi föstudag klukkan 17:00 þegar Ísland mætir Ítalíu í Kristianstad í Svíþjóð. Handkastið verður á svæðinu og gerir upp alla leiki Íslands í hlaðvarpsþætti sínum strax að leikjum loknum.

Handkastið ræddi nánar við Ellíða Snæ Viðarsson í spilaranum hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top