Max Stenlund ((Kristinn Steinn Traustason)
Afturelding hafði betur gegn Fram í 5.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku 35-29 og er með fullt hús stiga í deildinni. Framarar eru hinsvegar að ganga í gegnum erfiðari tíma með þrjú töp í röð í deildinni. Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var rýnt í sigur Aftureldingar og leikhlé þjálfara liðanna, þeirra Stefáns Árnasonar og Einars Jónssonar sýnd. Þar var leikhlé sem Einar Jónsson tók í fyrri hálfleik sýnt þar sem hann lét allt flakka og meira til. Í kjölfarið var sýnt leikhlé Stefáns þjálfara Aftureldingar í seinni hálfleik þegar Afturelding var að að missa niður gott forskot. Sérfræðingar Handboltahallarinnar voru töluvert ánægðri með leikhlé Stefáns. Fram mætir KA í lokaleik 6.umferðar á heimavelli í kvöld klukkan 19:00. Leikir kvöldsins: Hægt er að sjá leikhléin og umræðuna í Handboltahöllinni hér að neðan. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
18:30 HK - ÍR
18:45 ÍBV - Haukar
19:00 Fram - KA

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.