Elvar Þór Ólafsson (Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Elvar Þór Ólafsson vinstri skytta í liði Fjölnis í Grill 66 deild karla hefur verið fjarri góðu ganni að undanförnu og ákvað Handkastið að heyra í honum og fá að vita meira um meiðslin og stöðuna á honum. ,,Átti tíma hjá lækninum á mánudegi en slít síðan hreyfisinina í litla putta á vinstri hendi gegn Haukum föstudeginum áður. Kemur þá í ljós í þessari skoðun hjá lækninum að sinin í puttanum var slitin og ég var með svokallað Labral tear í öxlinni, sem útskýrði kraftleysið og verkina sem voru búnir að vera í henni. Fór í tvær aðgerðir í okt og er núna að jafna mig" Fjölnir eru í 8.sæti Grill66-deildarinnar með sjö stig eftir níu leiki en liðin er í komið í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins þar sem liðið mætir ÍR um miðjan desember.
,,Ég lenti í því fyrir rúmlega ári gegn ÍBV að það teygðist of mikið á hægri hendinni minni þegar ég var í vörn. Kom brak og brestir í öxlinni þegar slinkurinn kom. Var off í smá tíma en kom svo aftur til baka og kláraði tímabilið. Er búinn að vera aumur í öxlinni síðan. Lenti svo í hnjaski á æfingu á öxlinni og ákvað þá að leita til bæklunarlæknis," sagði Elvar Þór í samtali við Handkastið.
En hvenær verðurðu klár í slaginn aftur heldurðu?
"Ég vonast eftir að geta mætt á æfingar kannski í janúar og vera tilbúinn fyrir umspil en það er að öllum líkindum staðan að ég missi af umspilinu," sagði Elvar Þór.
Handkastið óskar Elvari góðs gengis í sínu bataferli og vonast til að sjá hann aftur á vellinum sem fyrst.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.