Ómar Ingi skoraði 4 mörk í sigri Magdeburg í kvöld (Andreas Gora / AFP)
Fjórir leikir fóru fram í áttundu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem 5 Íslendingar voru í eldlínunni. Magdeburg unnu 8 marka sigur á HC Zagreb í Króatíu og er liðið því enn ósigrað í keppninni. Ómar Ingi Magnússon skoraði 4 mörk, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2 og Elvar Örn Jónsson skoraði 1 mark. Álaborg unnu nokkuð óvæntan sigur á Industria Kielce 34-27. Veszprém fóru aftur illa með Benedikt Gunnar Óskarsson og félaga í Kolstad 42-34 eftir að hafa verið 20-18 yfir í hálfleik. Bjarki Már lék ekki með Vesprém í dag og Benedikt Gunnar Óskarsson komst ekki á blað þrátt fyrir tvær tilraunir. Barca unnu þriggja marka sigur á PSG 27-30. Viktor Gísli Hallgrímsson fékk lítið að spreyta sig í marki Börsunga í dag en honum tókst ekki að verja neitt þeirra þriggja skota sem hann fékk á sig. Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum: B riðill:
A riðill:
Álaborg - Industria Kielce 34-27
Veszprém - Kolstad 42-34
HC Zagreb - Magdeburg 35-43
PSG - Barca 27-30

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.