Versta vörn áratugarins?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kolstad (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Lítið hefur gengið hjá Íslendingaliði Kolstad í Meistaradeild Evrópu hingað til en liðið er með tvö stig eftir fyrstu átta umferðirnar í keppninni á þessu tímabii.

Liðið hefur fengið mikið af mörkum á sig í leikjum Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og fékk til að mynda á sig samtals 85 mörk gegn Veszprém í tveimur leikjum núna í nóveber, 12. og 19. nóvember sem töpuðust báðir. 

Handball_planet_official birti áhugaverða staðreynd á Instagram á dögunum að Kolstad er það lið sem hefur fengið flest mörk á sig eftir átta umferðir í Meistaradeildinni síðan keppninni var breytt tímabilið 2015/2016 er byrjað var að leika í tveimur átta liða riðlum.

Kolstad hefur fengið á sig 37,13 mörk að meðaltali í leik í Meistaradeildinni á þessu tímabili en RK Celje höfðu þar áður fengið flest mörk á sig í fyrstu átta umferðum Meistaradeildarinnar tímabilið 23/24 þegar liðið fékk á sig 35 mörk að meðaltali í leik.

Með Kolstad leika Sigvaldi Björn Guðjónsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigurjón Guðmundsson.

Tyrkneska félagið Besiktas fékk 34,79 mörk að meðaltali á sig í fyrstu átta leikjum keppninnar tímabilið 2015/2016.

Kolstad fer til Portúgals í vikunni og mætir þar Sporting. Sporting vann fyrri leik liðanna 34-30 í Noregi og það verður fróðlegt að sjá hvað Kolstad fái mörg mörk á sig í leiknum á fimmtudaginn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 37
Scroll to Top