Janus Daði náð undraverðum bata – Lék í gær í sigri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Janus Daði Smárason (Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Leikstjórnandinn, Janus Daði Smárason hefur náð undraverðum bata á meiðslum sínum sem hann hlaut í lok september því hann var í leikmannahópi Pick Szeged í tíu marka sigri á GYOR í ungversku úrvalsdeildinni í gær.

Ekki er nema átta vikur frá því að hann meiddist illa á hné en þá var talið að hann yrði frá í 10-12 vikur og þátttaka hans á EM í janúar yrði mögulega í hættu. 

Janus Daði skoraði tvö mörk af þeim 42 mörkum sem liðið skoraði í 42-32 sigri. Er liðið á toppi ungversku deildarinnar með 19 stig, stigi meira en Veszprém sem eiga þó þrjá leiki inni á Pick Szeged. 

Er um að ræða gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir Janus Daða, Pick Szeged og ekki síst íslenska landsliðið að Janus Daði sé kominn aftur af stað á ótrúlega skömmum tíma miðað við alvarleika meiðslanna. 

Í síðustu viku greindi Handkastið frá því að Þorsteinn Leó Gunnarsson hafi meiðst illa á nára og er talið afar ólíklegt að hann verði orðinn leikfær fyrir EM í janúar með íslenska landsliðinu en að sjálfsögðu vonum við það besta og hver veit nema hann nái jafn undraverðum bata og Janus Daði á sínum meiðslum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 32
Scroll to Top