Þýski handboltinn inn á heimili í Ameríku
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þýski boltinn. (MARIUS BECKER / AFP)

Þýska úrvalsdeildin í handbolta gæti brátt orðið hluti af sjónvarpsflóru íbúa í Bandaríkjunum og Kanada.

Þýska sambandið hefur samið við um sýningarrétt á leikjum úr deildinni við Next Level Sports (NLSE) og For The Fans (FTF) sem munu sýna frá einum leik í hverri umferð vestanhafs en þetta var tilkynnt á síðastliðinn miðvikudag.

Að auki við þennan eina leik í hverri umferð verður sýnt frá Final 4 í þýsku bikarkeppninni sem haldin verður í Lanxess höllinni í Köln í Apríl. Bikarkeppninni mun því verða sjónvarpað til yfir 90 landa í heiminum.

Að auki munu NLSE og FTF búa til klippur úr leikjum umferðinnar, bæði langar og stuttar til þess að nýta sem markaðsefni á samfélagsmiðlum út um allan heim.

Frank Bohmann, framkvæmdarstjóri þýsku úrvalsdeildinnar sagði í samtali við World Handball News að vegna stærðar deildinnar og áhuga séu Bandaríkin og Kanada gríðarlegar mikilvægt markaðsvæði fyrir frekari stækkun handboltans.

Það verður gífurlega spennandi að sjá hvernig þessu samstafi vegnar og hvort handbolti fari að verða daglegt brauð á bandarískum og kanadískum heimilum í framtíðinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top