Dönsku stórskytturnar að sameinast
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Simon Pytlick - SG Flensburg-Handewitt - THW Kiel (Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það virðast öll vötn renna til Berlínar þessa dagana en samkvæmt fréttum erlendis er það frágengið að danska stórskyttan Simon Pytlick gangi í raðir þýsku meistaranna í Fusche Berlin frá Flensburg.

Erlendir miðlar halda því fram að Pytlick verði tilkynntur sem leikmaður Fuchse Berlín strax í byrjun næstu viku. Það eina sem er óráðið er hvenær félagskiptin munu eiga sér stað.

Líklegast þykir að Pytlick gangi í raðir Fusche sumarið 2027 en samningaviðræður eru einnig í gangi um að hann gangi strax til liðs við þá næsta sumar og þyrfti Fusche Berlín þá að greiða fyrir hann 800.000 evrur.

Hjá Fusche Berlín myndi Pytlick hitta fyrir kollega sinn í danska landsliðinu, Mathias Gidsel og er óhætt að segja að þeir eru ansi óárennilegir. Þá mun Pytlick leika undir stjórn Nicolej Krickau á nýjan leik en hann þjálfaði þá félaga í GOG á sínum tíma.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 23
Scroll to Top