Kveður Hannover í sumar – Óvíst með Heiðmar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Christian Prokop (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Christian Prokop hættir þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins, Hannover-Burgdorf næsta sumar. Félagið tilkynnti þetta í fyrir helgi.

Prokop hefur stýrt liðinu frá árinu 2021 en Íslendingurinn, Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Prokop og hefur verið hjá félaginu í fleiri fleiri ár. Ekkert er tekið fram í tilkynningunni frá félaginu hvort Heiðmar haldi áfram starfi sínu eður ei.

Hannover er um þessar mundir um miðja deild í þýsku úrvalsdeildinni og þá er liðið einnig í eldlínunni í Evrópudeildinni þar sem liðið er efst í G-riðli með átta stig eftir fimm umferðir.

Prokop var þjálfari þýska karla landsliðsins frá 2017 til 2020 en hann tók við liðinu af Degi Sigurðssyni en Alfreð Gíslason tók síðan við þýska landsliðinu af Prokop árið 2020 og stýrir landsliðinu enn.

Hannover mætir botnliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top