Sá besti velur Berlín
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dika Mem - Barcelona (Ronny HARTMANN / AFP)

Samkvæmt heimildum erlendis frá þá hefur franska stórstjarnan, Dika Mem, ákveðið að semja við þýsku meistarana í Fusche Berlin.

Hann hefur skrifað undir samning sem tekur gildi sumarið 2027 og er óhætt að segja að þetta séu eins stærstu félagsskipti í handboltasögunni.

Eins og við greindum frá fyrr í vetur sást til Dika Mem í Berlin þar sem hann fundaði með Fusche Berlin. Bob Hanning er staðráðinn í því að gera Fusche Berlin að stórveldi í evrópskum handbolta á næstu árum og koma Dika Mem og Simon Pytlick eru klárlega skref í rétta átt.

Mem hefur látið hafa eftir sér að það sé draumur að fá að spila við hlið Mathias Gidsel. Það er því óhætt að segja að ein rosalegasta útilína handboltasögunnar sé í uppsiglingu með Mem, Pytlick og Gidsel saman.

Dika Mem hefur verið í herbúðum Barcelona í 10 ár og hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár en nú virðist tími hans á Spáni vera að renna sitt skeið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top