Gummersbach jöfnuðu í blálokin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elliði Snær Viðarsson VfL Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þrír leikir voru á dagskrá í dag í 13.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar þegar átta íslendingar voru í eldlínunni.

Fyrsti leikur dagsins var þegar Ýmir Örn og liðsfélagar í Göppingen tóku á móti liði Melsungen. Leikurinn var jafn og hraður frá byrjun. Melsungen náði þó smám saman undirtökunum fyrir hálfleikshlé og leiddu 14–16 í hálfleik. Í seinni hálfleik héldu þeir forskotinu lengst af og virtust vera með tökin á leiknum, en Göppongne gafst aldrei upp og elti af miklum krafti. Arnar Freyr Arnarsson fékk síðan að líta rauða spjaldið á 36.mínútu. Undir lokin tókst Göppingen að jafna og voru síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið fengu tækifæri á því að vinna en hvorugt liðið tókst að skora sigurmarkið og endaði leikurinn því í sanngjörnu 26–26 jafntefli. Arnar Freyr skoraði 3 mörk, Ýmir Örn 1 mark en Reynir Þór komst ekki á blað.

Seinni leikur dagsins fór fram á heimavelli Minden þegar þeir buðu íslendingaliði Magdeburg í heimsókn. Magdeburg byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu að mynda sér fínt forsko. Minden hélt nokkuð vel í Magdeburg og var leikurinn frekar jafn fyrstu mínúturnar. Smám saman fóru Magdeburg að ná alveg yfir leikinn og leiddu 14–18 í hálfleik. Í seinni hálfleik keyrðu þeir síðan yfir leikinn, með sterka vörn og góðan sóknarleik. Magdeburg sigruðu að lokum örugglega 21–36. Gísli Þorgeir skoraði 5 mörk og gaf 9 stoðsendingar, Elvar Örn skoraði 3 mörk og Ómar Ingi 2 mörk.

Þriði og síðasti leikur dagsins fór fram í GP Joule Arena þegar heimalið Flensburg tók á móti lærisveinum Guðjóns Vals í liði Gummersbach. Leikurinn var jafn og hraður alveg frá fyrstu mínútu. Flensburg náði smám saman betri tökum þegar leið á og var yfir 20–17 í hálfleik. Í seinni hálfleik juku þeir forskotið og virtust ætla að taka þetta, en komu Gummersbach sterkir til baka með góðum kafla og jöfnuðu leikinn. Á lokamínútunum leit út fyrir að Flensburg væri að fara tryggja sér sigur þegar þeir komust tveimur mörkum yfir, en Gummersbach sýndi mikinn karakter og jafnaði alveg í blálokin og endaði leikurinn í 37–37 jafntefli. Elliði Snær skoraði 5 mörk og Teitur Örn 1 mark. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Marko Grgic með 13 mörk og 4 stoðsendingar í liði Flensburg.

Úrslit dagsins:

Göppingen-Melsungen 26-26

Minden-Magdeburg 21-36

Flensburg-Gummersbach 37-37

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 23
Scroll to Top