Markahæstu leikmenn Evrópudeildarinnar fyrir lokaumferðina
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ívar Logi Styrmisson (Sævar Jónasson)

Lokaumferðin í Evrópudeild karla verður öll leikin í kvöld en þriðjudagar hafa verið Evrópudeildarkvöld síðustu vikur. Fram leikur gegn Elverum í lokaleik sínum en fullt af Íslendingum eru í eldlínunni í Evrópudeildinni.

Luca Sigrist leikmaður HC Kriens hefur farið á kostum í báðum leikjum liðsins gegn Fram og er kominn á toppinn yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk í riðlakeppninni.

Óðinn Þór Ríkharðsson er níundi markahæsti leikmaður keppninnar en Kadetten leikur úrslitaleik í kvöld þar sem liðið þarf sigur til að komast uppúr riðlinum.

Ívar Logi Styrmisson er markahæsti leikmaður Fram í keppninni með 23 mörk sem gerir hann að 38. markahæsta leikmanni keppninnar.

Hér að neðan má sjá lista yfir 10 markahæstu leikmönnum Evrópudeildarinnar.

  1. Luca Sigrist (HC Kriens) - 46 mörk
  2. Axel Mansson (Kristianstad) - 45 mörk
  3. Leon Ljevar (Slovan) - 40 mörk
  4. Nemanja Ilic (Toulouse) - 39 mörk
  5. Levin Wanner (Bern) - 37 mörk
  6. Mads Andersen (Fredericia) - 36 mörk
  7. Antonio Llamazares (Porto) - 34 mörk
  8. Bence Nagy (FTC) - 34 mörk
  9. Óðinn Þór Ríkharðsson (Kadetten) - 33 mörk
  10. Nikola Crnoglavac (RK Partizan) - 33 mörk

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top