Ívar Logi Styrmisson (Sævar Jónasson)
Lokaumferðin í Evrópudeild karla verður öll leikin í kvöld en þriðjudagar hafa verið Evrópudeildarkvöld síðustu vikur. Fram leikur gegn Elverum í lokaleik sínum en fullt af Íslendingum eru í eldlínunni í Evrópudeildinni. Luca Sigrist leikmaður HC Kriens hefur farið á kostum í báðum leikjum liðsins gegn Fram og er kominn á toppinn yfir þá leikmenn sem hafa skorað flest mörk í riðlakeppninni. Óðinn Þór Ríkharðsson er níundi markahæsti leikmaður keppninnar en Kadetten leikur úrslitaleik í kvöld þar sem liðið þarf sigur til að komast uppúr riðlinum. Ívar Logi Styrmisson er markahæsti leikmaður Fram í keppninni með 23 mörk sem gerir hann að 38. markahæsta leikmanni keppninnar. Hér að neðan má sjá lista yfir 10 markahæstu leikmönnum Evrópudeildarinnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.