Francisco Costa (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Allt bendir til þess að einn besti leikmaður í heimi í dag, Dika Mem gangi í raðir Fuchse Berlín einn daginn frá Barcelona. En hvernig ætlar Barcelona að fylla skarð Dika Mem? Erlendir sérfræðingar keppast nú við það að komast að því hvert Barcelona leitar í arftaka fyrir Dika Mem og þar er einn leikmaður sem er sterklega orðaður við spænska stórliðið. Um er að ræða Portúgalann, Francisco Costa leikmann Sporting í Portúgal en liðið fór alla leið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Orri Freyr Þorkelsson leikur með liðinu. Francisco Costa er fjórði markahæst leikmaður riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili með 66 mörk en hann er talinn vera einn efnilegasti leikmaður heims í dag en hann varð tvítugur fyrr á þessu ár. Costa hefur gríðarlega reynslu bæði með Sporting og eins með landsliði Portúgals en hann hefur leikið með landsliðinu frá táningsaldri. Á einhverjum tímapunkti mun hann yfirgefa Sporting og reyna fyrir sér á stærra sviði. Hvort það verði hjá Barcelona verður áhugavert að sjá en það er í það minnsta ekki ólíklegur áfangastaður.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.