Niklas Landin (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)
Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins hefur valið 35 leikmenn sem nú eru skráðir í hópinn sem hann getur valið úr fyrir Evrópumótið sem hefst um miðjan janúar. Danmörk, Noregur og Svíþjóð halda Evrópumótið í janúar. Frestur til að skrá 35 manna leikmannahópa fyrir Evrópumótið í janúar rennur út í hádegi í dag en Snorri Steinn Guðjónsson sendi sinn lista út fyrir hádegi í dag en listinn hefur ekki verið tilkynntur opinberlega. ,,Ég hef reynt að setja saman eins breiðan hóp og mögulegt er, þannig að við séum eins vel tryggð ef óheppileg atvik eiga sér stað og meiðsli koma upp. Sem betur fer hef ég marga hæfileikaríka leikmenn til að kalla í," sagði Nikolaj Jacobsen er hópurinn var kynntur. Þann 18. desember mun Nikolaj Jacobsen velja lokahóp sinn fyrir Evrópumótið, hópurinn verður kynntur á blaðamannafundi í Herning, sem einnig verður heimavöllur Danmerkur á mótinu. ,,Ég held bara möguleikanum opnum ef hann skyldi vera tilbúinn til að taka þátt í litlum mæli undir lok Evrópumótsins," útskýrir Nikolaj Jacobsen. Mesta athyglin vekur að Niklas Landin sem hefur gefið það út að hann sé hættur að leika með danska landsliðinu er á listanum ásamt fjórum öðrum markvörðum. Nikolaj Jacobsen tók fram að Landin væri einungis á listanum ef meiðsli koma upp hjá öðrum markmönnum liðsins. ,,Þar sem við erum að spila á heimavelli hefur Niklas samþykkt að vera tilbúinn ef eitthvað skyldi koma upp. Það er gott öryggi að hafa hann,“ sagði Nikolaj Jacobsen. 35 manna hópur Danmerkur fyrir EM: Markverðir: Emil Nielsen, FC Barcelona Kevin Møller, SG Flensburg-Handewitt Mikkel Løvkvist, Paris Saint-Germain Bertram Obling, VfL Gummersbach Niklas Landin, Aalborg Håndbold Hornamenn: Emil Jakobsen, SG Flensburg-Handewitt Magnus Landin, THW Kiel Johan P. Hansen, Skanderborg AGF Håndbold Niclas Kirkeløkke, SG Flensburg-Handewitt Martin Bisgaard, Fredericia HK Frederik Bjerre, GOG Buster Juul, Aalborg Håndbold Frederik Bo Andersen, HSV Hamburg Tobias Nielsen, HØJ Oskar Vind, GOG Línumenn: Magnus Saugstrup, SC Magdeburg Lukas Jørgensen, SG Flensburg-Handewitt Simon Hald, Aalborg Håndbold Emil Bergholt, Skjern Håndbold Frederik Ladefoged, Dinamo Bucuresti Andreas Magaard, HSV Hamburg Útileikmenn: Mathias Gidsel, Füchse Berlin Mads Hoxer, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, SG Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Lasse Andersson, Füchse Berlin Thomas Arnoldsen, Aalborg Håndbold Lasse Møller, SG Flensburg-Handewitt Jacob Lassen, HSV Hamburg Hjalte Lykke, GOG Mads Mensah Larsen, Skjern Håndbold Marinus Munk, Aalborg Håndbold Nicolaj Jørgensen, HSV Hamburg Frederik Tilsted, Sønderjyske Mads Svane Knudsen, Bjerringbro-Silkeborg
Thomas Arnoldsen leikmaður Álaborgar sem meiddist illa á hné fyrir stuttu er hluti af 35 manna leikmannahópnum en gert var ráð fyrir því að hann myndi missa af mótinu vegna meiðslanna. En landsliðsþjálfarinn vill halda hurðinni opinni og ákvað því að hafa hann á listanum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.