Fans (Thomas Traasdahl / Ritzau Scanpix via AFP)
Fyrrverandi handboltakappinn og núverandi framkvæmdastjóri danska félagsins, Mors-Thy, Ian Marko Fog, mætir fyrir rétt í Holstebro þann 11. desember næstkomandi. Hann er ákærður fyrir umferðarlagabrot þar sem lögreglan telur að hann hafi ekki farið rétt eftir stöðunvarskyldu á gatnamótum við Præstbrovej nálægt Erslev í apríl. Fog á í hættu að fá allt að 2.000 danskra krónu sekt og sviptingu ökuleyfis ef hann verður sakfelldur. Hann neitar sjálfur að hafa ekið ólöglega og brotið umferðarreglu. Hann bendir á skort á merkingum sem ástæðu ágreiningsins: „Vandamálið er bara að það er hvorki skýr stöðvunarlína né stöðvunarskilti,“ segir hann við Se og Hør og leggur áherslu á að hann hafi náð áttum og stoppað áður en hann ók áfram. Fog segist telja sig vera varkáran og reynslumikinn ökumann sem sé ekki vanur að taka áhættu í umferðinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.