Er Blær að fá nýjan liðsfélaga?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Miguel Martins (Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Portúgalski leikstjórnandinn, Miguel Martins sem gekk í raðir rúmenska félagsins Dinamo Bucuresti frá Álaborg í  sumar er orðaður við þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig.

Leipzig er á botni þýsku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig eftir 14 leiki en liðið er enn í leit af sínum fyrsta sigri. Blær Hinriksson gekk í raðir Leipzig í sumar frá Aftureldingu og hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins hingað til.

Um miðjan febrúar á þessu ári losnaði Martins úr keppnisbanni vegna meintrar notkunar ólöglegra lyfja. Þá var hann leikmaður Álaborgar í Danmörku. 

Mál Portúgalans kom upp rétt fyrir heimsmeistaramótið í janúar og lék hann því ekki með Portúgal á HM í janúar. Lyfjaprófið sem Martins féll á, var tekið 13. janúar árið 2024 en á einhvern ótrúlegan hátt gleymdist að fara yfir sýnið og var leikmaðurinn því ekki dæmdur í bann fyrr en árið síðar.

Svokallað A-sýni hans reyndist innihalda of hátt gildi af testosteron en B-sýnið sem á að vera hluti af A-sýninu sýndi aðra niðurstöðu og betri fyrir leikmanninn. Þess vegna var banninu hans aflétt mánuði eftir að hann hafi verið settur í keppnisbann fyrr á þessu ári.

Nú er hann orðaður við Leipzig en hann hefur ekki verið í leikmannahópi Dinamo Bucuresti í síðustu leikjum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top