Andri stórkostlegur í tapi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Már ((Kristinn Steinn Traustason)

Einn leikur átti sér stað í 15.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að sannkallaður Íslendingaslagur átti sér stað þegar Haukur Þrastar og félagar í Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Andra Má og félögum í Erlangan.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti þar sem bæði lið skiptust á að skora. Þegar leið á fyrri hálfleikinn  sýndu Löwen aðeins meiri yfirburði og gengu til búningsherbergja með fjögurra  marka forskot 18-14. Í seinni hálfleik sýndi Löwen bæði sóknarlega og varnarlega hversu sterkir þeir eru og enduðu á því að sigra 35-27. Andri Már var stórkostlegur þar sem hann skoraði 13 mörk og gaf 3 stoðsendingar, Haukur Þrastarson skoraði 7 mörk og gaf 9 stoðsendingar.

Á morgun endar 15.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar þegar fimm leikir fara fram:

Hannover-Füchse Berlin 14:00

Hamburg-Eisenach 15:30

Melsungen- Wetzlar 15:30

Magdeburg-Göppingen 17:00

Stuttgart-Leipzig 17:00

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top