Axel Månsson (JESSICA GOW / TT News Agency via AFP)
Axel Månsson leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins, Kristianstad yfirgefur liðið næsta sumar og gengur í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins, HØJ Elite. Axel lék með sænska landsliðinu í síðasta landsliðverkefni en hann er fæddur árið 2005. Axel er á sínu öðru tímabili með Kristianstad en hann er þriðji leikmaðurinn sem tilkynnt hefur verið að gangi í raðir danska félagsins næsta sumar. Áður hafði verið tilkynnt að markvörður PSG, Jannick Green og Lasse Andersson leikmaður Fucshe Berlín gangi í raðir félagsins næsta sumar. ,,Ég hlakka virkilega til að koma til Høj Elite. Ég er ánægður að verða hluti af þeirri vegferð sem félagið hefur hafið og ég hlakka til að spila með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum liðsins," sagði Axel en HØJ er nýliði í dönsku úrvalsdeildarinnar en er með marga reynslu mikla leikmenn á sínum snærum. Meðal leikmanna Høj eru Hampus Wanne, Michael Damgaard, Linus Arnesson, Hans Lindberg, Jonathan Svensson. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er liðið í 8.sæti deildarinnar með 15 stig jafn mörg stig og Sonderjyske sem er í 9.sæti deildarinnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.