Kolstad (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Norska úrvalsdeildarliðið Kolstad hefur boðað launalækkanir og uppsagnir hjá félaginu vegna erfiðs reksturs. Það var tilkynnt í vikunni að lykilleikmenn liðsins þyrftu að taka á sig launalækkanir fyrir næsta tímabil til þess að félagið gæti rétt reksturinn af en það var Vísir sem greindi frá. Fyrirliðið liðsins og landsliðsmaðurinn, Sigvaldi Björn Guðjónsson, gæti því þurft að taka á sig launalækkun fyrir næstkomandi keppnistímabil ásamt öðrum stjörnum liðsins eins og sænska markverðinum Andreas Palicka. Það er þó ekki eina aðgerðin sem félagið ætlar að ráðast í því einnig verður tekið til utan vallar og munu verða uppsagnir hjá starfsfólki félagsins. Allar þessar aðgerðir eru til þess að forðast frekari taprekstur því ef ekki rekst að rétta reksturinn af á félagið á hættu að vera dæmt niður um deild í norsku deildarkeppninni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.