Hannover-Burgdorf hefur ráðið nýjan þjálfara
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Juan Carlos Pastor (Sameer AL-DOUMY / AFP)

Spánverjinn, Juan Carlos Pastor verður þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins, Hannover-Burgdorf frá og með næsta sumri. Pastor hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Hann tekur við liðinu af Christian Prokop sem tilkynnti nýverið að hann yrði ekki áfram með liðið eftir tímabilið.

Juan Carlos Pastor var einn af fjórum þjálfurum sem orðaðir hafa verið við starfið að undanförnu en hann þjálfaði Pick Szeged í tíu ár á árunum 2013-2023. Þá þjálfaði hann egypska landsliðið frá 2023-2025. Þá var hann einnig þjálfaði spænska landslisins á árunum 2004-2008.

Aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf í dag er Heiðmar Felixson. Félagið segir í tilkynningu sinni að Heiðmar verði áfram aðstoðarþjálfari liðsins þrátt fyrir breytingarnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top