Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur í sigri Kadetten Schaffhausen í svissnesku úrvalsdeildinni í gærkvöldi er liðið vann Suhr Aarau á útivelli 24-30 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik 16-15. Óðinn Þór skoraði sjö mörk úr tíu skotum þar af þrjú mörk af vítalínunni. Óðinn Þór og félagar í Kadetten eru áfram með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildarinnar í Sviss með 34 stig eftir sautján leiki en Pfadi Winterthur eru í 2.sætinu með 25 stig en eiga leik til góða. Næsti leikur Kadetten í deildinni er einmitt gegn Pfadi Winterthur næstkomandi laugardag klukkan 17:00 á heimavelli en milli jól og nýárs verður síðan leikinn úrslitahelgin í bikarnum en þar mætir Kadetten St. Gallen í undanúrslitum 27.desember.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.